Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

þriðjudagur, mars 30, 2004

Yipes, ég gleymdi alveg að skrifa um vísindaferðina í Mastercard á föstudaginn. Það var magnað, fyrst ber að minnast á að maturinn þar var exponentially betri en hjá Marel, þeir voru bara með einhverjar snittur og snakk, þarna var sko matur. Við erum að tala um kjötbollur, ristað brauð með snilldar áleggi (var miklu betra en þú heldur miðað við þessa lýsingu) og síðan brauð og einhvað rækjusallat. Líka nóg af bjór, sem var ekkert verið að spara og maður kippti jafnvel nokkrum með sér þegar maður fór.
Vissirru að á þessari tæplega 300.000 manna eyju eru rúmlega 560.000 útgefin kort? Það eru 2.54 kort á hvern fjárráða (18+) einstakling. Frekar magnað, no?
Eftir þessa mögnuðu kynningu var eins og svo oft áður haldið í Féló, þar sem meiri bjór beið. Síðan var trallað yfir á Pravda þar sem var bjórkvöld, 320 kall bjórinn. Frekar gott. Ég lét mér náttúrulega ekki nægjað drekka bjór, ætlaði að fá mér hvítan rússa (1200kr takk) en vegna frjárlagahalla ákvað ég frekar að fá mér gin og tónik (700kr). Ég hefði betur splæst á rússann, því þegar ég ætlaði svo að fá mér það sama á sólon var péningurinn búinn. Varð að dusta rykið af kreditkortinu til að líta ekki út eins og asni :(
Þá um laugardaginn gerði ég nú ekki mikið, horfði á Shawshank Redemtion sem er snilldar mynd.
Tvær fermingarveislur á sunnudaginn, sem ég slapp blessunarlega við *fjúkk*. Hefði kanski átt að fara í aðra, miðað við það sem mamma sagði um húsnæðið sem hún var í. Bara heimahús, en ekkert bara samt. Hún sagði að gaurinn hefði verið nýfluttur (tiltölulega) og var víst með risasjónvarp, geggjaðar græjur og hátalara út um allt hús. Hefði ég vitað af þessu hefði ég farið með nokkra vel valda geisladiska (til að prófa græjurnar, aðalega bassann sko) og DVD diska, plantað mér fyrir framan sjónvarpið og notið gestrisninnar (hefði kannski óskað fermingar...krakkanum til hamingju fyrst, svona til að vera ekki dónalegur).
Vikan hófst með ósköpum á mánudaginn. Ég meina mánudagar, nefndu eitthvað verra en mánudaga...ugh.
Svo varða ekki fyrr en í dag sem ég fékk minn blessaða UT2004 frá honum Óla kallinum. Blessaður kallinn, blessaður eins og liðið lík! Allavega, hann fór og sótti diskana á póst...miðstöðina (whatever) og fór með heim. Gerði síðan greinilega ráð fyrir að ég væri á bíl og gæti náð í mitt eintak. Eins og Alþjóð \ {Óli} veit þá er ég aldrei á bíl, nema í undantekningar tilvikum. Það varð því að bíða þangað til í dag að ég kæmi klónum yfir Óla leikinn.
Gaman að því að vera loksins kominn með hann og komast svo að því að maður sökkar meira en spastískur api sem situr á þumlinum á sér og reynir að stjórna músinni með hugarorku.
"Sorry doesn't put thumbs on the hand Marge!"
Sorry...hverjum datt í hug að það bætti eithvað úr skák??

miðvikudagur, mars 24, 2004

H00rj, eftir æðislega bötnun á flensunni kemur þessi frábæra magaveiki sem hefur verið að ganga. Ekki misskilja mig, ef maður les bara þetta blogg gæti maður etv haldið að ég gerði ekki annað en að vera veikur, en það er ekki svo. Ég fékk bara smá í magann en á meðan það varði var eins og rassinn á mér væri að öskra á klósettið ... förum ekki út í frekari smáatriði, en það var ekki gaman.
Var samt duglegur að læra í dag, gerði fullt af dæmum. Samt ekki nóg ... aldrei nóg.
Vísindaferð á föstudaginn í MasterCard. Það er hérna rétt hjá, svo að ég labba bara. Enginn bíll => mikið drukkið ~> mikið gaman. Snilld.
"Donuts, I got donuts. Hey! I know you!"
Gaman framundan.

sunnudagur, mars 21, 2004

Crap, það er geggjað langt síðan ég bloggaði seinast. Það er aldeilis hvað maður er bissý. Á föstudaginn var vísó í Marel, sem var skemmtiegt. Tveir gaurar úr sölu og markaðsdeild tóku á móti okkur og sýndu okkur pleisið. Aldeilis hvað þeir eru að meika það. Annars var gaurinn sem labbaði hringinn með mínum hóp ótrúlegur, hann kom með undarlegustu jaðar-rasista skot við amk tvö mismunandi tilefni. Ekkert sem að móðgaði mig sérstaklega en ég hefði vel skilið það ef einhver hefði farið að gráta ... eða allavega væla (if you get my meaning). Svo var haldið í féló, þar sem bjórinn vantaði ekki, allavega ekki eftir að farin var ferð í ríkið og keyptur kassi í viðbót. Svo var drukkið og dansað, kanski of mikið (af hvoru ... ?) og síðan haldið niður í bæ. Komst að því að Anna Hrund fílar myndasögur og endað með henni á nonna (eftir stutt stopp á kaffibarnum).
Laugardagurinn var magnaður, vaknaði og skrapp niður í bæ til að lána Önnu nokkrar myndasögur. Hún fékk 2001 Nights bók 1 & 2 og the League of Extraordinary Gentelmen bók 1. Fór í Kolaportið með vinkonu hennar, ég hafði ekkert betra að gera og Anna var ekki búin að vinna. Ég hef aldrei týnt manneskju jafn hratt og henni, við komum inn, hún læsti hjólinu sínu, ég leit á eina bók (eða tvær) og hún var horfin. Hún var örugglega með silfurkúlur sem hún hennti í gólfið og hvarf í reiknum ... allavega þá sá ég hana ekki aftur og gat ekki hvatt hana þegar ég fór (dóninn ég, huh).
Fór svo í Nexus og keypti Hellsing bók 1, sem er lesin frá hægri til vinstri. Kíkti í hana á leiðinni heim í strætó og fékk nokkrar áhugaverðar störur, fólk ekki vant því að sjá mann lesa bók afturábak.
"That's the problem with first impresions, you only get to make one"
Þangað til næst...

miðvikudagur, mars 17, 2004

Linkar, afþví það er leiðinlegt að vera veikur og/eða næstum því orðinn góður!
Frelsist! FRELSIST SEGI ÉG!!
Alltaf hægt að hafa gaman að ekki-fréttum.
Passía krists, stytt útgáfa.
Sársauki framundan, ef maður heldur sig ekki fjarri þessari.
Sumir eru tilbúnir fyrir framtíðina. Clone me plz.
Kveikjaratryx. Ekki brenna þig.
Hausinn er ekki alvega að vinna fyrir mig í dag.
"I'm having one of those things...you know, a headache with pictures"
...ááááiii. Reyndar er ég ekki að fá hugmynd, það er vandamálið...

mánudagur, mars 15, 2004

Wow. Lost weekend dauðans. Tchaa, eða þannig. Gerði óskup lítið annað en að næla mér í flensu. Fór ekki í skólann í dag en það er ekki mikið að missa af á mánudögum. Skemmtilega óskipulagður tími af Líkindafræði og í kjölfarið kemur svefndæmdur tími í Tölfræði. Morgundagurinn lofar góðu, gæti jafnvel gerst að maður verði búinn að læra eitthvað.
"Here's my ID wich confirms my adultivity"
Ég er ekki að ljúga, ég er alveg að farað læra.

föstudagur, mars 12, 2004

Já. Það sem þið heyrðuð er satt. Orðrómurinn er engin lygi. Sannleikann hefur dagað á okkur. Það er kominn föstudagur. Konungur daganna hefur heiðrað okkur með komu sinni. Ei meir þurfum við að láta blekkjast af svikulli sólarupprásinni sem lofar öllu fögru en stendur svo ekki við stóru orðin. Engin tár í morgunsárið, dögunin er loksins af réttu tagi. Föstudagur! Je beibí.
Miðasalan á Kraftwerk? Ekki fyrr en 22. mars í klaustri kapítalismanns.
Nýju ... tja ekki nýju kanski lengur, en allavega Síma auglýsingarnar sem voru svo hipp og trendí að það þurfti að leita til útlanda fyrir slíka snilld eru geðveikt misheppnaðar. Ég er ekki að tala um þær sem eru í sjónvarpinu, heldur bara plaggötin sem eru út um allt. Maður sér ljósmyndara flónið sem tók myndirnar speglast í augunum á flestum þessara mynda. Td hér og aftan á blaðinu sem þeir eru að gefa út. Maður hefði nú haldið að þeir gætu splæst í Photoshopara til að laga þetta, kostar ekkert og meiraðsegja ég gæti gert það. Það er engin þörf fyrir eitthvað svona, en bara smá touch-up hefði dugað. (Skoðið annars síðuna hjá gaurnum, þetta er geðveiki)
Talandi um þetta blað, ég sá í því að það er hægt að fá blogg metið til eininga í einhverjum kúrs, minnir í FÁ. Ég ætla nú að fara fáum orðum um það, en þetta er annað hvort argasta snilld eða forboði menntakreppu Íslands. You decide.
Annars er helgin frammundan! Tjútt!
"You know, smelling flowers. Such expensive flowers"
Verður eitthvað sjúsk á fólki?

fimmtudagur, mars 11, 2004

Ég er næstum búinn með heimadæmin fyrir morgundaginn, shibby. Gaman þegar maður getur actually eithvað af því sem á að gera.
Svo er barað láta sig hlakka til helgarinnar. Það verður víst engin vísindaferð, en ætli það sé ekki bara ágætt. Hef gott af því að reynað læra smá yfir helgina. Hvort það verður svo eitthvað af því er annað, og mun óljósara mál. Það er annað með menn eins og Óla, sem vakna fyrir 9 á laugardögum og bruna upp í skóla til að læra. Hrein geðveiki ef þú spyrð mig, en maður bendir honum á það og hann brosir bara geðveikislega...
Annars er ég að horfa á Helsing. Hér er hægt að lesa sig til um þættina. Þeir eru frekar magnaðir. Alucard er bara svalasti gaur í heimi. Mæli með þessu fyrir alla sem þykjast vera svalir. Ef ég man rétt þá er hægt að leigja þá á DVD hjá Laugarásvídjó.
Ég var að fylla út Skattó áðan ... fjör. Þetta á að vera geggjað auðvelt ef maður gerir þetta á netinu en mér tókst nú að klóra mér nokkrum sinnum í hausnum meðan ég var að þessu. Fyndið hvernig þetta heitir aldrei það sama. Fjármagnstekjuskattur = Staðgreiðsla af vaxtatekjum, vaxtatekjur = áunnir vextir og annað. Ss ekkert hræðilegt en ég ætla ekki að láta Skattmann þukla á mér svo að það er eins gott að hafa þetta allt rétt.
Ég er dauðfeginn að vera fátækur námsmaður, annars væri þetta víst töluvert flóknara.
"Let the bears pay the bear tax, I pay the Homer tax!"
Where's the Scatman? I'm the Scatman.

miðvikudagur, mars 10, 2004

Hay, lítið gerðist í dag...
Link time!
Herrann er alltaf efstur á blaði hjá mér ... *snikker*
Jahérna. Ég gat gengið með hundinn og hið ótrúlega þrykkja og vona trikk.
Hlæjum að óförum annarra.
Mennsk klukka? Oki, spes.
Dagurinn var soldið spassalegur.
"What the hell is that? It's a Turkey ... His name is Gobbles"
Spassalegur eins og kalkúnn.

þriðjudagur, mars 09, 2004

Gaman í dag, rok og ról. Alltaf skemmtilegt að bíða á rauðu og líða eins og á stórsjó, þegar maður er í smábíl. Vagg og velta.
Þeir þarna í útvarpinu voru að tala um einhverja ráðstefnu um karlmennsku. Að mér læðist illur grunur um að þetta sé bara metrosexual tískulöggur að ráðfærast um rakakrem. Það að halda ráðstefnu um karlmennsku dregur töluvert úr karlmennskunni, held ég. Andstæðan gæti svossem frekar átt við. Kanski er þetta ekkert nema sveittir KRingar á wifebeater bolum að skiptast á svitalykt. Hvort sem er þá ætla ég að halda mig frá þessu, mín karlmennska er svona kúreka-fílingur ... ok loner fílingur, you get the picture. Ég þarf ekki stuðningshóp til að takast á við testosterónið.
Þessi gaur fær mad props fyrir að leysa vandann.
Þegar maður þarf þess virkilega er fátt betra en að snýta sér almennilega. Þá tekur maður sér góðan tíma, andar djúpt og ... lætur vaða. Fjandinn hirði þann mann sem var nýbúinn að "lay one down" á klósettinu í VRII. Anda djúpt parturinn var óskemmtilegur.
"The pox on you and all of your kind!"
*Hóst hóst*, crap...these things alwasy backfire.

mánudagur, mars 08, 2004

Afþreying og önnur vitleysa

PAH! Sjónvarp. Hver horfir á það eitthvað? Ekki ég, það er sko ekki það sem ég er búinn að verað gera síðustu tvofokkintímana.
Anyways, dagurinn í dag var...dagur. Það gerðist svo sem ekkert merkilegt, fyrir utan það að ég sleppti því að vera ekki duglegur við að koma mér undan þvi að læra ekki. Fleiri innihaldsríkar setningar eftir stutt hlé.
*lyftutónlist*
Eyecandy.
Tók strætó í skólann. Það var ákveðin upplifun í strætóskýlinu þegar þangað mætti myndarleg reykingapía. Myndarleg er lygi. Í stað þess að bjóða góðan dag, eins og...svo margir gera, tók hún upp á því að hósta krabbameini. Þið vitið hvernig þetta er með reykingafólk, það hóstar meira en það andar...ef það er hægt. Þessi kunni sitt fag. Hún hafði greinilega komist að því að ef maður hóstar nógu ógeðslega þá fær maður ekki krabbamein.
Fyrir fyrsta tímann átti hópurinn sem ég var í að verað búinn að reikna ákveðið dæmi. Það var kanski ekki erfitt en árangur lætur yfirleitt standa á sér þegar...ekki er unnið að því að ná honum. Lykilorðið hérna er hópur. Það er svo fjandi ágætt að vera aðskiljanlegur hluti af heild.
"Oh they have the internet on computers now."
Næst á dagskrá: [Insert action here]

Læra!? Hvað er það eiginlega? Ekki eithvað sem ég er að gera, that's what! En það er eithvað sem ég þyrfti að verað gera, svo að öll hilarity ensues atvikin sem ég lenti í í dag verða að bíða þar til seinna.
Það er reyndar drullu erfitt að vera duglegur að læra þegar enginn veit hvað á að gera. *hrph*
"Choke on your candor!"
Hvað er málið með að vita ekki neitt? Koma svo, allir í hóp, VITA!

sunnudagur, mars 07, 2004

Ekki lengur!

Titillinn á þessari síðu bendir etv til þess að ég ætli að gera eitthvað í því hversu leiðinlegt internetið er. Tja, lái mér það hver sem vill en ég ætla allavega að reyna.
Ted Jesus Christ GOD. Blessun fyrir það eitt að linka á gaurinn? Hljómar of gott til að vera satt. Er það trúlega...
BLEEX. "Hvað er bleex eiginlega??" heyrist óma um öldur ljósvakans. Það er svalt, en er það framtíðin?
Funny Stuff. Indeed, funny stuff.
Troy trailerinn. Góð mynd? Jafnvel.
Best að sóa ekki öllum fyndu linkunum strax.
"Now it's time to do some coke of the blade of a knife"
Hehehe, leave them wanting.

Jæja, kvöldið í gær. Þegar sagt er við mann að það eigi að byrja á hádegi heima hjá Gísla þá tekur maður því nú með smá fyrirvara. Ég segi nú ekki að það hafi verið mistök, frekar heldur en misskilningur. Það var ss byrjað hjá Gísla fljótlega eftir hádegi. Símtalið sem ég minntist á í gær kom kl hálf fjögur og þá voru menn orðnir vel í því. Mér tókst að ná í Einar og þá voru fimm mínútur í að hann væri kominn að sækja mig. Sem var ekki nógu sniðugt þar sem ég var í lounge fötunum og ekki byrjaður að hugsa um að gera mig til. Í stutt máli þá tókst mér að gera mig hálf-decent á fimm mínútum, sem Einar og Jónki segja reyndar að hafi verið korter, en hvað kunna þeir eitthvað á klukku.
Hjá Gísla var drykkju ensímið hann Jói, fyllerís catalystinn sjálfur, löngu mættur og í góðu fjöri. Ég kalla hann ensím því hann hafði þau áhrif á okkur hina, það var sameiginleg skoðun okkar að ef hann hefði ekki verið þá værum við ~edrú út kvöldið.
Leigubíll, stutt lýsing. Jói ældi án þess að leigubílstjórinn tæki eftir því fyrr en við stoppuðum og heiðursmennið hann Jói reyndi að láta sig hverfa. Gaurinn ekki sáttur.
Grái kötturinn, þar sem fordrykkjan átti að hefjast. Fólk var að taka því rosalega bókstaflega og var ekkert orðið fullt þegar það mætti. Slappt segi ég, en það er líka vegna þess hversu vehemently fullur ég var orðinn. Ókeypis bjór bætti ekki úr því...þeas ég varð ekki minna fullur af honum.
Labbað yfir á Versali. Tja, labbað og ekki labbað, við þurftum að draga Jóa svo að ferðin gekk ekki mjög greiðlega. Þegar við komum var Jóa dumpað inn á klósettbás þar sem hann svaf svo (og hraut) sem fastast. Fínn matur, góð stemming..."skemmti"atriði. Dansað. Allt fastir liðir eins og venjulega á svona uppákomum.
Gaman að segja frá því hversu sveitt steming var á dansgólfinu. Allavega þar sem ég var. Þið vitið hvernig þetta er, stór gaur sem heldur að hann geti dance the night away. En ég var víst ekki einn um það að svitna óhóflega, svo þetta er allt í góðu.
Eftir blauta dansgólfið var planið vísta að hópferðast á hverfisbarinn, þann draumastað. En löng röð varð til þess að fólk ricocheaði yfir á Celtic cross. Þar var sorglegasta trúbadora par sem ég (og fleiri, að mér skilst) hef séð. Þaðan var því stefnt á Kofann, en þar rakst ég á Dóra og Röggurnar Tvær og það endaði með því að Dóri og helmingur af Röggunun Tveim skuttluðu mér heim. Mjög fínnt að komast svona ódýrt heim.
"Spin the middle side topwise. Topwise!"
Það er allt mjög uppsnúið í dag, þynnkan er...uppsnúin.

Jæja, þá er maður kominn af árshátíðar...gloríunni. Þetta var gamann. Sko.
Ástæðan fyrir því að ég fer ekki beint í rúmið er sú að ég ákvað að fyrst maður er byrjaður að blogga, þá er eins gott að reynað byrja með látum og vera ekkert að letingjast. En...ég er samt ekki að nennað koma með recap af öllu kvöldinu núna, það verður að bíða til morguns.
"Disco Stu does not advertise"
Góða nótt í Guðs friði.

laugardagur, mars 06, 2004

Fjörið stoppar ei. Nú er árshátíð stærðfræðinörda næst á dagskrá. Það er fjör. Víst!
Allavega, þá er málið ss að rölta til Gísla, eftir hótandi símtal sem gaf til kynna hvað mynd gerast ef ég mætti ekki þangað. Ekki láta blekkjast, stærðfræðinördar eru exponentially ofbeldisfullir! Margir hafa fallið í þá gryfju að stríða stærðfræðinörda, en hvar enda þeir? Eitt orð...Geirfinnur. Aha.
"That's right...all the tea"
Næst á dagskrá: drekka sig til andskotans.

Hah, ég er allveg fimm árum of seinn til að þetta sé hipp og trendí. En upplýsingahraðbrautin var svo leiðinlegur pleis án mín að ég varð að gera eitthvað í málinu.
"You are hearing me talk"
Núna er sko fjör frammundan.