Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

sunnudagur, maí 23, 2004

Jámm. Svona erða sko. Jaha, svo sannarlega. Mmmhmm...
...
Gott að ég gat létt þessu af mínu brjósti, þetta var búið að naga mig að innan allt of lengi. Nú líður mér miklu betur, eftir að hafa komið öllu þessu frá mér.
*Boing boom tschak byrjar*
Ég fór á bílasýninguna í höllinni áðan. Þetta var allt mjög útpælt hjá okkur ÓlaJay, mæta kl 11 (þegar opnar) og þá er ekkert fólk til að þvælast fyrir þegar maður er að taka myndir. Virkaði svona ágætlega, hefði mátt vera minna af öskrandi smákrökkum, þessum sem sjá öll boð og bönn sem persónulega áskorun um að gera ekki bara það sem ekki má, heldur gott betur.
*Boing boom tschak klárast, skipti yfir á Prefuse 73 - One Word Extinguisher diskinn*
Þar var mikið af bílum og ég tók fullt af myndum, skelli þeim á netið ef ég nenni...
Á morgun þarf ég að vera mættur uppí Búr kl 6:30, sem þýðir að ég þarf að vakna kl 5:40 (þeas á eftir). Ég er að gera nákvæmlega það sama og í fyrra, keyra út kælivörur fyrir Landflutninga á morgnanna, svo þegar það er búið er ég hjálpartík í tilfallandi skutli til ca 17:30~18:00. Þá er honum Trausta svarað allavega, heh.
Eins og þekkt er fékk ég $25 fyrir ekkert um daginn (*mont + ulláþig*) og notaði $10 af því til að skrá mig á SA forums, sem er einmitt uppspretta alls ills á internetinu. Þeas ef þú hefur einhverntíman séð eitthvað fyndið/hræðilegt/ógeðslegt/hrottalegt á netinu þá eru góðar líkur á að það hafi fyrst komist í almennt umtal þarna. Allt á Batman og Tilverunni á uppruna sinn þarna, svo það er gaman að tilheyra þessu fyrirbæri. Nýlegt dæmi er P-P-P-Powerbook snilldin sem átti sér stað núna fyrir nokkrum dögum. Ef þú nennir mæli ég eindregið með því að þú lesir þessa tímalausu snilld.
"Well, there's no shame in being beaten by the best; But he didn't seem all that... ; We were beaten by the best!"
Svindlað á svindlurunum.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home