Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

sunnudagur, mars 07, 2004

Jæja, kvöldið í gær. Þegar sagt er við mann að það eigi að byrja á hádegi heima hjá Gísla þá tekur maður því nú með smá fyrirvara. Ég segi nú ekki að það hafi verið mistök, frekar heldur en misskilningur. Það var ss byrjað hjá Gísla fljótlega eftir hádegi. Símtalið sem ég minntist á í gær kom kl hálf fjögur og þá voru menn orðnir vel í því. Mér tókst að ná í Einar og þá voru fimm mínútur í að hann væri kominn að sækja mig. Sem var ekki nógu sniðugt þar sem ég var í lounge fötunum og ekki byrjaður að hugsa um að gera mig til. Í stutt máli þá tókst mér að gera mig hálf-decent á fimm mínútum, sem Einar og Jónki segja reyndar að hafi verið korter, en hvað kunna þeir eitthvað á klukku.
Hjá Gísla var drykkju ensímið hann Jói, fyllerís catalystinn sjálfur, löngu mættur og í góðu fjöri. Ég kalla hann ensím því hann hafði þau áhrif á okkur hina, það var sameiginleg skoðun okkar að ef hann hefði ekki verið þá værum við ~edrú út kvöldið.
Leigubíll, stutt lýsing. Jói ældi án þess að leigubílstjórinn tæki eftir því fyrr en við stoppuðum og heiðursmennið hann Jói reyndi að láta sig hverfa. Gaurinn ekki sáttur.
Grái kötturinn, þar sem fordrykkjan átti að hefjast. Fólk var að taka því rosalega bókstaflega og var ekkert orðið fullt þegar það mætti. Slappt segi ég, en það er líka vegna þess hversu vehemently fullur ég var orðinn. Ókeypis bjór bætti ekki úr því...þeas ég varð ekki minna fullur af honum.
Labbað yfir á Versali. Tja, labbað og ekki labbað, við þurftum að draga Jóa svo að ferðin gekk ekki mjög greiðlega. Þegar við komum var Jóa dumpað inn á klósettbás þar sem hann svaf svo (og hraut) sem fastast. Fínn matur, góð stemming..."skemmti"atriði. Dansað. Allt fastir liðir eins og venjulega á svona uppákomum.
Gaman að segja frá því hversu sveitt steming var á dansgólfinu. Allavega þar sem ég var. Þið vitið hvernig þetta er, stór gaur sem heldur að hann geti dance the night away. En ég var víst ekki einn um það að svitna óhóflega, svo þetta er allt í góðu.
Eftir blauta dansgólfið var planið vísta að hópferðast á hverfisbarinn, þann draumastað. En löng röð varð til þess að fólk ricocheaði yfir á Celtic cross. Þar var sorglegasta trúbadora par sem ég (og fleiri, að mér skilst) hef séð. Þaðan var því stefnt á Kofann, en þar rakst ég á Dóra og Röggurnar Tvær og það endaði með því að Dóri og helmingur af Röggunun Tveim skuttluðu mér heim. Mjög fínnt að komast svona ódýrt heim.
"Spin the middle side topwise. Topwise!"
Það er allt mjög uppsnúið í dag, þynnkan er...uppsnúin.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home