Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

miðvikudagur, mars 24, 2004

H00rj, eftir æðislega bötnun á flensunni kemur þessi frábæra magaveiki sem hefur verið að ganga. Ekki misskilja mig, ef maður les bara þetta blogg gæti maður etv haldið að ég gerði ekki annað en að vera veikur, en það er ekki svo. Ég fékk bara smá í magann en á meðan það varði var eins og rassinn á mér væri að öskra á klósettið ... förum ekki út í frekari smáatriði, en það var ekki gaman.
Var samt duglegur að læra í dag, gerði fullt af dæmum. Samt ekki nóg ... aldrei nóg.
Vísindaferð á föstudaginn í MasterCard. Það er hérna rétt hjá, svo að ég labba bara. Enginn bíll => mikið drukkið ~> mikið gaman. Snilld.
"Donuts, I got donuts. Hey! I know you!"
Gaman framundan.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home