Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

þriðjudagur, mars 09, 2004

Gaman í dag, rok og ról. Alltaf skemmtilegt að bíða á rauðu og líða eins og á stórsjó, þegar maður er í smábíl. Vagg og velta.
Þeir þarna í útvarpinu voru að tala um einhverja ráðstefnu um karlmennsku. Að mér læðist illur grunur um að þetta sé bara metrosexual tískulöggur að ráðfærast um rakakrem. Það að halda ráðstefnu um karlmennsku dregur töluvert úr karlmennskunni, held ég. Andstæðan gæti svossem frekar átt við. Kanski er þetta ekkert nema sveittir KRingar á wifebeater bolum að skiptast á svitalykt. Hvort sem er þá ætla ég að halda mig frá þessu, mín karlmennska er svona kúreka-fílingur ... ok loner fílingur, you get the picture. Ég þarf ekki stuðningshóp til að takast á við testosterónið.
Þessi gaur fær mad props fyrir að leysa vandann.
Þegar maður þarf þess virkilega er fátt betra en að snýta sér almennilega. Þá tekur maður sér góðan tíma, andar djúpt og ... lætur vaða. Fjandinn hirði þann mann sem var nýbúinn að "lay one down" á klósettinu í VRII. Anda djúpt parturinn var óskemmtilegur.
"The pox on you and all of your kind!"
*Hóst hóst*, crap...these things alwasy backfire.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home