Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

sunnudagur, mars 04, 2007

Allt er gott í hófi

Það á líka við um hlé. Nú eru næstum komin 2 ár síðan ég bloggaði hérna síðast, sem er ágætt. Ég var að spá hvort ég ætti að búa til svona mbl.is blogg, en þau eru bara fyrir otumpotara í pólitík, svo ég held ég sleppi því...
Þegar ég byrjaði á þessari síðu lagði ég heilmikið í hana, miklu meira en ég myndi nenna að leggja í aðra bloggsíðu og því er um að gera að endurvekja þessa (við mikinn fögnuð).

Ég er búinn að verað horfa á The Office þættina, bandarísku útgáfuna. Þeir eru algjör snilld, ég er að fíla þá í botn. Ég hef aldrei horft á bresku þættina, en eftir að hafa tekið heila helgi í að horfa á alla bandarísku þættina sem komnir eru tók ég mig til og fann þá bresku líka. Ég er ekki nærri eins hrifinn af þeim, einfaldlega vegna þess að ég skil ekki enskuna í þeim. Ég veit að það gæti komið fólki á óvart, en ég meinaða, þeir tala bara allt of hratt. Kanski ef það væri texti, íslenskur eða enskur, whatevz, bara eitthvað til að koma manni í gegnum þessa þvögu af orðum sem maður á að hlæja að. Ég gerði heiðarlega tilraun og ákvað að hlæja bara í hvert skipti sem David horfir skringilega í myndavélina... en það varð þreytt frekar snemma.
Ég veit að ég er alveg 6 árum of seinn í partýið, en 3. sería af bandarísku þáttunum er í loftinu núna - akkúrat þegar ég er að fíla þá sem mest. Hvað gerist þá? Mánaða hlé á þeirri seríu að sjálfsögðu... Næsti þáttur er 12 apríl, sem er 6 árum of langt frá deginum í dag, svo þetta jafnast ágætlega út.
"I love inside jokes. I'd like to be a part of one some day."
I'll keep you informed.