Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

þriðjudagur, mars 30, 2004

Yipes, ég gleymdi alveg að skrifa um vísindaferðina í Mastercard á föstudaginn. Það var magnað, fyrst ber að minnast á að maturinn þar var exponentially betri en hjá Marel, þeir voru bara með einhverjar snittur og snakk, þarna var sko matur. Við erum að tala um kjötbollur, ristað brauð með snilldar áleggi (var miklu betra en þú heldur miðað við þessa lýsingu) og síðan brauð og einhvað rækjusallat. Líka nóg af bjór, sem var ekkert verið að spara og maður kippti jafnvel nokkrum með sér þegar maður fór.
Vissirru að á þessari tæplega 300.000 manna eyju eru rúmlega 560.000 útgefin kort? Það eru 2.54 kort á hvern fjárráða (18+) einstakling. Frekar magnað, no?
Eftir þessa mögnuðu kynningu var eins og svo oft áður haldið í Féló, þar sem meiri bjór beið. Síðan var trallað yfir á Pravda þar sem var bjórkvöld, 320 kall bjórinn. Frekar gott. Ég lét mér náttúrulega ekki nægjað drekka bjór, ætlaði að fá mér hvítan rússa (1200kr takk) en vegna frjárlagahalla ákvað ég frekar að fá mér gin og tónik (700kr). Ég hefði betur splæst á rússann, því þegar ég ætlaði svo að fá mér það sama á sólon var péningurinn búinn. Varð að dusta rykið af kreditkortinu til að líta ekki út eins og asni :(
Þá um laugardaginn gerði ég nú ekki mikið, horfði á Shawshank Redemtion sem er snilldar mynd.
Tvær fermingarveislur á sunnudaginn, sem ég slapp blessunarlega við *fjúkk*. Hefði kanski átt að fara í aðra, miðað við það sem mamma sagði um húsnæðið sem hún var í. Bara heimahús, en ekkert bara samt. Hún sagði að gaurinn hefði verið nýfluttur (tiltölulega) og var víst með risasjónvarp, geggjaðar græjur og hátalara út um allt hús. Hefði ég vitað af þessu hefði ég farið með nokkra vel valda geisladiska (til að prófa græjurnar, aðalega bassann sko) og DVD diska, plantað mér fyrir framan sjónvarpið og notið gestrisninnar (hefði kannski óskað fermingar...krakkanum til hamingju fyrst, svona til að vera ekki dónalegur).
Vikan hófst með ósköpum á mánudaginn. Ég meina mánudagar, nefndu eitthvað verra en mánudaga...ugh.
Svo varða ekki fyrr en í dag sem ég fékk minn blessaða UT2004 frá honum Óla kallinum. Blessaður kallinn, blessaður eins og liðið lík! Allavega, hann fór og sótti diskana á póst...miðstöðina (whatever) og fór með heim. Gerði síðan greinilega ráð fyrir að ég væri á bíl og gæti náð í mitt eintak. Eins og Alþjóð \ {Óli} veit þá er ég aldrei á bíl, nema í undantekningar tilvikum. Það varð því að bíða þangað til í dag að ég kæmi klónum yfir Óla leikinn.
Gaman að því að vera loksins kominn með hann og komast svo að því að maður sökkar meira en spastískur api sem situr á þumlinum á sér og reynir að stjórna músinni með hugarorku.
"Sorry doesn't put thumbs on the hand Marge!"
Sorry...hverjum datt í hug að það bætti eithvað úr skák??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home