Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

þriðjudagur, júní 08, 2004

Allir að lesa og linka, eins og ég.
Annars var ég að éta pizzu frá Dominos. Næst þegar þú pantar pizzu frá þeim skaltu prófa Tokyo, hún er snilld!
Styttist í útborgun, hjá Landflutningum er útborgað 15. hvers mánaðar, sem er frekar súrt, en skiptir samt ekki það miklu máli. Þegar allir eru auralausir getur maður slegið um sig með ferskri útborgun.
"Quotes are postponed until I can fix my damn optical cable!"
Saur að geta ekki hlustað á tónlist, tölvan sendir ekkert hljóð frá sér í magnarann! >:(

miðvikudagur, júní 02, 2004

Hí á Davíð

Já, gott á hann. Væri gaman að sjá viðbrögðin þegar hann frétti af því að Óli Grís skrifaði ekki undir.
En aðalfrétt kvöldsins er hvað ég sá í vinnunni í dag. Ég var að keyra eftir höfðabakkanum inn í Grafarvog og tók þá eftir því að ég var fyrir aftan dráttarbílinn sem var með Ferrari Enzo bílinn á pallinum. Frekar magnað að sjá hann svona í umferðinni (sem hann, tæknilega séð, var). Hann var án auglýsinga þarna, annað en hann var í höllinni á bílasýningunni og hann var fyrir vikið miklu flottari. Auk þess var "húddið" niðri og því meiri heildarsvipur á bílnum. Nokkrar google myndir af bílnum handa ykkur sem ekki hafið séð hann.
Annað sem hefur gerst síðan ég bloggaði seinast ... ekki mikið. Jú annars, ég beyglaði aftari gjörðina á hjólinu mínu á leiðinni heim úr vinnunni í gær. Svona gerist þegar maður gerir misheppnaða tilraun til að vera cool, maður endar á að beygla gjörð og brjóta glit (var að reynað hoppa upp á kannt en endaði með afturdekkið á kantinum af svona líka krafti). Datt reyndar ekki af, sem betur fer, það hefði verið svona "insult to injury" dæmi, eða kannski öfugt þar sem ég hefði örugglega meitt mig meira við það. Ég fór og keypti nýja gjörð og ætlaði bara að taka þetta með DIY krafti dauðanns, en það varð til þess að ég eyðilagði gírana... The lesson is: don't DIY.
Svo bókuðum ég og Óli (tcha, ÉG bókaði, Óli horfði slack-jawed á, því hann á ekki kredit kort) ferð til London í byrjun Sept, þegar skólinn er byrjaður og fjármagn í hámarki. Það verður geggjað, mér líður alltaf eins og ég sé kominn heim þegar ég kem til London. Kannast ekki við hótelið, það er (sem betur fer?) ekki það sama og það sem við vorum á í vísindaferðinni um árið. Ég hef aldrei hlegið eins mikið að jafn ómerkilegum hlut og þegar ég og Hannes fundum herbergið okkar í þessu völundarhúsi ganga sem var í því hóteli. Gólfið var ekki einusinn í beinni línu, hvað þá veggirnir. Good times.
"Most folk'll never eat a skunk, but then again some folk'll, like Cleatus the slack-jawed yokel"
Hahaha, Óli á meiraðsegja heima útí sveit!