Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

sunnudagur, mars 21, 2004

Crap, það er geggjað langt síðan ég bloggaði seinast. Það er aldeilis hvað maður er bissý. Á föstudaginn var vísó í Marel, sem var skemmtiegt. Tveir gaurar úr sölu og markaðsdeild tóku á móti okkur og sýndu okkur pleisið. Aldeilis hvað þeir eru að meika það. Annars var gaurinn sem labbaði hringinn með mínum hóp ótrúlegur, hann kom með undarlegustu jaðar-rasista skot við amk tvö mismunandi tilefni. Ekkert sem að móðgaði mig sérstaklega en ég hefði vel skilið það ef einhver hefði farið að gráta ... eða allavega væla (if you get my meaning). Svo var haldið í féló, þar sem bjórinn vantaði ekki, allavega ekki eftir að farin var ferð í ríkið og keyptur kassi í viðbót. Svo var drukkið og dansað, kanski of mikið (af hvoru ... ?) og síðan haldið niður í bæ. Komst að því að Anna Hrund fílar myndasögur og endað með henni á nonna (eftir stutt stopp á kaffibarnum).
Laugardagurinn var magnaður, vaknaði og skrapp niður í bæ til að lána Önnu nokkrar myndasögur. Hún fékk 2001 Nights bók 1 & 2 og the League of Extraordinary Gentelmen bók 1. Fór í Kolaportið með vinkonu hennar, ég hafði ekkert betra að gera og Anna var ekki búin að vinna. Ég hef aldrei týnt manneskju jafn hratt og henni, við komum inn, hún læsti hjólinu sínu, ég leit á eina bók (eða tvær) og hún var horfin. Hún var örugglega með silfurkúlur sem hún hennti í gólfið og hvarf í reiknum ... allavega þá sá ég hana ekki aftur og gat ekki hvatt hana þegar ég fór (dóninn ég, huh).
Fór svo í Nexus og keypti Hellsing bók 1, sem er lesin frá hægri til vinstri. Kíkti í hana á leiðinni heim í strætó og fékk nokkrar áhugaverðar störur, fólk ekki vant því að sjá mann lesa bók afturábak.
"That's the problem with first impresions, you only get to make one"
Þangað til næst...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home