Já. Það sem þið heyrðuð er satt. Orðrómurinn er engin lygi. Sannleikann hefur dagað á okkur. Það er kominn föstudagur. Konungur daganna hefur heiðrað okkur með komu sinni. Ei meir þurfum við að láta blekkjast af svikulli sólarupprásinni sem lofar öllu fögru en stendur svo ekki við stóru orðin. Engin tár í morgunsárið, dögunin er loksins af réttu tagi. Föstudagur! Je beibí.
Miðasalan á Kraftwerk? Ekki fyrr en 22. mars í klaustri kapítalismanns.
Nýju ... tja ekki nýju kanski lengur, en allavega Síma auglýsingarnar sem voru svo hipp og trendí að það þurfti að leita til útlanda fyrir slíka snilld eru geðveikt misheppnaðar. Ég er ekki að tala um þær sem eru í sjónvarpinu, heldur bara plaggötin sem eru út um allt. Maður sér ljósmyndara flónið sem tók myndirnar speglast í augunum á flestum þessara mynda. Td hér og aftan á blaðinu sem þeir eru að gefa út. Maður hefði nú haldið að þeir gætu splæst í Photoshopara til að laga þetta, kostar ekkert og meiraðsegja ég gæti gert það. Það er engin þörf fyrir eitthvað svona, en bara smá touch-up hefði dugað. (Skoðið annars síðuna hjá gaurnum, þetta er geðveiki)
Talandi um þetta blað, ég sá í því að það er hægt að fá blogg metið til eininga í einhverjum kúrs, minnir í FÁ. Ég ætla nú að fara fáum orðum um það, en þetta er annað hvort argasta snilld eða forboði menntakreppu Íslands. You decide.
Annars er helgin frammundan! Tjútt!
"You know, smelling flowers. Such expensive flowers"
Verður eitthvað sjúsk á fólki?
0 Comments:
Skrifa ummæli
<< Home