Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

fimmtudagur, mars 11, 2004

Ég er næstum búinn með heimadæmin fyrir morgundaginn, shibby. Gaman þegar maður getur actually eithvað af því sem á að gera.
Svo er barað láta sig hlakka til helgarinnar. Það verður víst engin vísindaferð, en ætli það sé ekki bara ágætt. Hef gott af því að reynað læra smá yfir helgina. Hvort það verður svo eitthvað af því er annað, og mun óljósara mál. Það er annað með menn eins og Óla, sem vakna fyrir 9 á laugardögum og bruna upp í skóla til að læra. Hrein geðveiki ef þú spyrð mig, en maður bendir honum á það og hann brosir bara geðveikislega...
Annars er ég að horfa á Helsing. Hér er hægt að lesa sig til um þættina. Þeir eru frekar magnaðir. Alucard er bara svalasti gaur í heimi. Mæli með þessu fyrir alla sem þykjast vera svalir. Ef ég man rétt þá er hægt að leigja þá á DVD hjá Laugarásvídjó.
Ég var að fylla út Skattó áðan ... fjör. Þetta á að vera geggjað auðvelt ef maður gerir þetta á netinu en mér tókst nú að klóra mér nokkrum sinnum í hausnum meðan ég var að þessu. Fyndið hvernig þetta heitir aldrei það sama. Fjármagnstekjuskattur = Staðgreiðsla af vaxtatekjum, vaxtatekjur = áunnir vextir og annað. Ss ekkert hræðilegt en ég ætla ekki að láta Skattmann þukla á mér svo að það er eins gott að hafa þetta allt rétt.
Ég er dauðfeginn að vera fátækur námsmaður, annars væri þetta víst töluvert flóknara.
"Let the bears pay the bear tax, I pay the Homer tax!"
Where's the Scatman? I'm the Scatman.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home