Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

mánudagur, mars 08, 2004

Afþreying og önnur vitleysa

PAH! Sjónvarp. Hver horfir á það eitthvað? Ekki ég, það er sko ekki það sem ég er búinn að verað gera síðustu tvofokkintímana.
Anyways, dagurinn í dag var...dagur. Það gerðist svo sem ekkert merkilegt, fyrir utan það að ég sleppti því að vera ekki duglegur við að koma mér undan þvi að læra ekki. Fleiri innihaldsríkar setningar eftir stutt hlé.
*lyftutónlist*
Eyecandy.
Tók strætó í skólann. Það var ákveðin upplifun í strætóskýlinu þegar þangað mætti myndarleg reykingapía. Myndarleg er lygi. Í stað þess að bjóða góðan dag, eins og...svo margir gera, tók hún upp á því að hósta krabbameini. Þið vitið hvernig þetta er með reykingafólk, það hóstar meira en það andar...ef það er hægt. Þessi kunni sitt fag. Hún hafði greinilega komist að því að ef maður hóstar nógu ógeðslega þá fær maður ekki krabbamein.
Fyrir fyrsta tímann átti hópurinn sem ég var í að verað búinn að reikna ákveðið dæmi. Það var kanski ekki erfitt en árangur lætur yfirleitt standa á sér þegar...ekki er unnið að því að ná honum. Lykilorðið hérna er hópur. Það er svo fjandi ágætt að vera aðskiljanlegur hluti af heild.
"Oh they have the internet on computers now."
Næst á dagskrá: [Insert action here]

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home