Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

sunnudagur, maí 23, 2004

Jámm. Svona erða sko. Jaha, svo sannarlega. Mmmhmm...
...
Gott að ég gat létt þessu af mínu brjósti, þetta var búið að naga mig að innan allt of lengi. Nú líður mér miklu betur, eftir að hafa komið öllu þessu frá mér.
*Boing boom tschak byrjar*
Ég fór á bílasýninguna í höllinni áðan. Þetta var allt mjög útpælt hjá okkur ÓlaJay, mæta kl 11 (þegar opnar) og þá er ekkert fólk til að þvælast fyrir þegar maður er að taka myndir. Virkaði svona ágætlega, hefði mátt vera minna af öskrandi smákrökkum, þessum sem sjá öll boð og bönn sem persónulega áskorun um að gera ekki bara það sem ekki má, heldur gott betur.
*Boing boom tschak klárast, skipti yfir á Prefuse 73 - One Word Extinguisher diskinn*
Þar var mikið af bílum og ég tók fullt af myndum, skelli þeim á netið ef ég nenni...
Á morgun þarf ég að vera mættur uppí Búr kl 6:30, sem þýðir að ég þarf að vakna kl 5:40 (þeas á eftir). Ég er að gera nákvæmlega það sama og í fyrra, keyra út kælivörur fyrir Landflutninga á morgnanna, svo þegar það er búið er ég hjálpartík í tilfallandi skutli til ca 17:30~18:00. Þá er honum Trausta svarað allavega, heh.
Eins og þekkt er fékk ég $25 fyrir ekkert um daginn (*mont + ulláþig*) og notaði $10 af því til að skrá mig á SA forums, sem er einmitt uppspretta alls ills á internetinu. Þeas ef þú hefur einhverntíman séð eitthvað fyndið/hræðilegt/ógeðslegt/hrottalegt á netinu þá eru góðar líkur á að það hafi fyrst komist í almennt umtal þarna. Allt á Batman og Tilverunni á uppruna sinn þarna, svo það er gaman að tilheyra þessu fyrirbæri. Nýlegt dæmi er P-P-P-Powerbook snilldin sem átti sér stað núna fyrir nokkrum dögum. Ef þú nennir mæli ég eindregið með því að þú lesir þessa tímalausu snilld.
"Well, there's no shame in being beaten by the best; But he didn't seem all that... ; We were beaten by the best!"
Svindlað á svindlurunum.

fimmtudagur, maí 20, 2004

Snilld, ég var að græða $25 fyrir að gera nákvæmlega ekki neitt.
Eins og sumir vita er ég með email adressu hjá gmail.com, sem er það heitasta í dag (allir nördar í heiminum eru að reynað redda sér svona adressu). Ég fékk minn í gegnum þessa ágætu blogger síðu mína. Um daginn tóku þeir hjá gmail upp á því að gefa manni boðskort handa tveim aðilum þannig að þeir gætu eignast svona cool adressu. Síðan fer maður á gmailswap.com og finnur eitthvað sem mann langar í og bíttar á því og boðskortinu. Mig langaði í 25 dollara og var að fá þá í gegnum PayPal áðan. H00rj.
All right, let's not panic. I'll make the money by selling one of my livers. I can get by with one.
Score! Þurfti ekki einusinni að selja úr mér aðra lifrina.

þriðjudagur, maí 18, 2004

Byrjaður að vinna. Vakna fyrir 6, hjóla í vinnuna. Of þreyttr til að skrf...

föstudagur, maí 14, 2004

Það er nú aldeilis lang síðan ég bloggaði seinast...
Klósetvandamál mín hafa þróast í undarlegar áttir (hehe, þetta er hræðilega tvíræð setning). Pabbi hringdi í mig (og vakti mig) í dag til að láta mig vita að það væri pípari á leiðinni til að líta á lekann inní ruslageymslu. Þetta var það fyrsta sem ég heyrði af þessum leka (allavega sem ég man eftir) en ok, ég segist geta sýnt honum hvar ruslageymslan er. Hann kemur og ég fer meðann niður í ruslageymslu þar sem greinilega er einhver leki. Smá innskot, ruslageymslan er hinumeginn við vegginn sem er vinstra meginn inni á baði, við hliðina á veggnum sem flísarnar eru að detta af. Hann hringir í pabba og þeir fara að tala um hvernig stendur á þessu. Í þessu símtali kemur lykilorð sem ég er ekki allt of hrifinn af í þessu sambandi: skólp. Það er ss leki á skólpleiðslunni í veggnum, niður úr íbúðunum fyrir ofan. Æði. Æðislega æðislegt andskotans æði. Það sem er meira æði er að vaskurinn og skápurinn inni á baði eru á þessum vegg. Skápurinn þar sem ég geymi td tannburstann minn. Æði.
"UUGCH ... and the aftertaste..."
NAMMI!

mánudagur, maí 10, 2004

Vortiltekt

Ég var að klára að taka til og þrífa í herberginu mínu, og því tilvalið að hressa upp á útlitið á þessari síðu í leiðinni. Það er erfitt að segja hvort er erfiðara, en það að breyta þessari síðu endaði með að verða tímafrekara...
En, núna er allt spikk og span, hreint og fínt, tilbúið að verða skítugt aftur...
"What? This ain't the Ritz"
...sure ain't.

sunnudagur, maí 09, 2004

Fúsk 101

Mér leiðist fúsk. Ok, þú getur hætt að hlæja, en þetta er satt. Mér leiðist fúsk en fúska samt oft hlutina sjálfur (ha. ha. ha.) en það er yfirleitt hlutir eins og heimadæmi eða svör við ansalegum spurningum. Fúskið sem mér leiðist er fúsk í kringum hluti sem eiga að endast, eins og flísalagðir veggir eða gólfklæðning. Það er nebblega svo að inni á klósetti hjá mér eru flísarnar farnar að hrynja af veggnum og ég var að skoða þær og reyna að komast að niðurstöðu um hvernig stæði á því. Ég held að ég sé kominn með nokkuð sennilega skýringu á því, en hún er samt svo ótrúlega að ég trúi þessu varla sjálfur. Samt, hún meikar sens ef maður þekkir gaurinn sem gekk frá þessu (sem er gaurinn sem átti íbúðina á undan okkur).
Ok, smá forsaga um hann og íbúðina. Íbúðin sem við keyptum af honum er uppi á annari hæð, ég er í herbergi niðri í kjallara þar sem var leigjandi þegar við keyptum, hérna er aðgeingi að klósetti sem er trúlega hluti af sameigninni og svo fylgdi bílskúr sem var ekki notaður fyrir bíl þegar við komum. Gaurinn sem seldi var lyklasmiður (sjálfmenntaður, trúlega) og var búinn að smíða fullt af aukalyklum fyrir td þvottahúsið, öll herbergin í íbúðinni sem hægt var að læsa osfrv. Nema, þeir voru svo illa smíðaðir að þeir annaðhvort gegnu að öllum hurðunum í húsinu eða ekki einni einustu. Það var því ekki hægt að tala um þvottahúslykilinn, heldur þvottahús-geymslu-klósett-lykilinn. Það fyrsta sem við þurftum að laga eftir kallinn var inni í bílskúr. Þegar búið var að moka öllu draslinnu úr honum kom í ljós að frárennslið frá vaskinum þar lá ofan á gólfinu ofan í næsta niðurfall. Ekki mjög nýtilegt ef maður ætlaði að leggja bílnum þarna, þá myndi maður keyra yfir þetta rör. Síðan var planið fyrir framan bílskúrinn eitthvað skrýtið, það var steypt yfir malbikið sem var upphaflega, trúlega til að slétta það eða e'ð. Í staðinn fyrir að flota almennilega hafði kallinn fyllt upp í dýpstu holurnar með innanhús veggjaspasli, sem á ekki að nota úti og á ekki að nota á gólf, hvað þá gólf úti! Svipaða sögu var að segja um undirlagið undir gamala gólfdúknum í eldhúsinu, þar var allt fullt að veggjaspasli.
Allt þetta sem hann fúskaði svona vandlega, var ekki gert til að spara tíma eða pening, sumt hefur actually kostað meira að gera svona illa og tekil lengri tíma. Kallinn hafði bara ástríðu fyrir því að fúska hlutina vandlega.
Allavega, núna þegar ljóst er hverskonar vandlátur fúskari kallinn var, þá er auðveldara að trúa því sem ég komst að. Þar sem flísarnar eru farnar að hrynja af eru ákveðin skil í áferðinni á bakvið þær. Ég skoðaði þetta nánar og komst að því að þarna endar flísalímið og spaslið tekur við!! Hann hefur semsagt klárað flísalímið og þá bara gripið í gamla góða veggjaspaslið og notað það til að halda restinni af flísunum uppi! Gæti gengið nema vegna þess að rakinn inni á baðinu er farinn að mýkja spaslið og það er orðið mýkra heldur en skólakrít, og festan eftir því.
"English side ruined, must use French instructions! LE GRILLE, WHAT THE HELL IS THAT!?"
Sumir eru meiri fúskarar en aðrir...

föstudagur, maí 07, 2004

Í augnablikinu er ég að hlusta á nýjasta Modest Mouse diskinn. Mæli með honum fyrir alla sem kunna gott að meta. Þeir svíkja mann sko ekki.
Fékk fyrstu einkunina mína í dag sem, undarlegt nokk, er úr Greiningunni (undarlegt þar sem það er styst síðan ég fór í það, en það var jafnframt það fámennasta, so...right). Ég náði og gott betur, fékk 6. Ég er hæstánægður með það, þar sem (eins og alkunnugt er) ég er ekkert ofurmenni með Greiningarskyn (eins og sumir apparently). Þá er bara að bíða eftir hinum einkunnunum, ætli þær komi ekki í kringum mánaðarmótin júní/júlí (srsly, þeir taka sko sinn sæta tíma í að fara yfir þetta, þessir kennarar).
Fór í stysta hjólatúr síðan ... hjólatúrar ... hófust ... áðan, ÓliJay kom hjólandi til mín (úr Einskinsmannslandi, Kópavoginum) og var móður og másandi eftir afrekið (það er jú afrek að sleppa lifandi yfir villilendurnar mill Kópavogar og Siðmenningarinnar). Svo var stefnan tekin niður í bæ, svona ca. Ég þurfti að fylla á loftið hjá mér og því byrjuðum við á að fara á Esso stöðina í Stóragerðinu (rétt hjá Kringlunni), og svo stakk ég upp á því að við færum bara þangað, ég ætlaði að kíkja á bókasafnið. Þar fannst bókin sem ég var að leitað ekki, svo við skruppum inn, ÓliJay þurfti að kíkja í BT (sem er einmitt sjúklega óspennandi búlla, eftir að þeir færðu sig). Svo ákvað ég að fyrst bókin var ekki til á bókasafninu að kíkja í M&M og kaupa hana bara. Það var bókin Dracula eftir Bram Stoker sem ég var að leitað, og ég fann hana í M&M (á skitinn 400 kall) og keypti líka Spirits of the Dead: Tales and Poems eftir Edgar Allan Poe (inniheldur ma goðsagnakendu klassíkina The Raven, allavega hefur maður heyrt of mikið vitnað í það ljóð til að vera ekki búinn að lesa það). Þetta verður draugalegt sumar hjá mér. Svo fengum við okkur að borða og eftir það hélt ég heim (sem tók mig kanski 5 mín) en ÓliJay þurfti að klæða sig í tin-brynjuna og hætta sér til baka út í Kópavog.
"I guess I'll have nooo trouble getting to sleep tonight"
Don't let the bed bugs bite, muhaahaaha!

fimmtudagur, maí 06, 2004

Die Mench Machine KRAFTWERK

...en meira um það seinna
Því jú, skv krónólógískri röð kláraði ég nebblega seinasta prófið mitt áður en ég fór á tónleikana í gær. Stórt, feitt HAH! á all þá sem eru enn í prófum.
Þetta var Stærðfræðigreining (fagið sem ég væri til í að fórna lyktarskyni til í að vera góður í) og það gekk ... furðu vel actually. Well, vel miðað við hvernig ég bjóst við mér myndi ganga. Það hefði líka ekki getað gengið verr, nema ef kennarinn hefði í raun ákveðið að sleppa því að prófa mig og í staðinn gengið til verks við að nauðga mér. Sem betur fer fór það ekki svo og ég slapp með skrekkinn. Sé framm á að ná þessu hreinlega, sem er gott.
En tónleikarnir mar, shit. Þeir voru geggjaðir! Ég hef aldrei séð þá á tónleikum áður, í raun aðeins einusinni á sviði áður (á MTV hátíð í sjónvarpinu einhvertíman) og bjóst við svipuðaðri sviðsuppsetningu og þá. Það var hálfsatt, þeir voru á sínum stað fyrir framan ferðatölvurnar á einlappa borðum með hljómborð sem maður sá ekki beint (fuckit, það er mynd af þessu í mogganum). Það sem var megamagnað voru þessir þrír fokking skjávarpar sem vörpuðu hlið við hlið á risatjald fyrir aftan gaurana og komu út sem einn risa-widescreen skjár. Þar voru myndbönd í gangi allan tíman sem voru í fullkomnum sync við tónlistina og megageggjuð í allastaði. Eftir gommu af lögum var einskonar stutt hlé þar sem tjöldin voru dregin fyrir og maður var hálf vonsvikinn því maður gat allt eins haldið að gamanið væri búið. En vitir menn, eftir smá tíma drógust tjöldin frá og þá stóðu megasweet Róbó-Gínurnar í staðin fyrir gaurana og lagið The-Robots (að sjálfsögðu) hófst. Þessar Róbó-Gínur hreyfðu sig miklu meira en gaurarnir, sem var frekar fyndið. Svo var aftur mini-hlé á meðan Róbó-Gínurnar voru fjarlægðar og gaurarnir mættu aftur á sviðið í Grænu-Ofurgöllunum sínum (sem þeir voru í á MTV hátíðinni sem ég sá). Þá var kvöldið fullkomnað með lögum eins og Aero-Dynamik og Boing-Boom-Tschak. Persónulega var ég að bíða eftir Aero-Dynamik og var mjööög sáttur þegar það kom. Fyrir tónleikana keypti ég mér bol, rauðan og á honum stendur The Man Machine*7 og www.kraftwerk.com, en eftir að þeir tóku The-Robots hálf sá ég eftir því að hafa ekki keypt mér bol með einum af Gínu-Róbótunum sem voru í myndbandinu við það lag.
Allt í allt hin magnaðasta upplifun í alla staði, ég hef aldrei verið jafn ánægður með að hafa eytt 4.500kalli áður.
Í dag svo, haha, jáá, í dag naut ég þess að þurfa ekki að vakna fyrir neinn andskotann og svaf þangað til mér sýndist og ég var of svangur til að liggja uppí rúmi áfram (ss til ca 14). Á morgun? Á morgun ætla ég að gera nákvæmlega það sama, EKKERT!
"You'll have to speak up, I'm wearing a towel"
Þarf ekki einusinni að klæða mig ... all day long. Úje.

mánudagur, maí 03, 2004

Hoorj, 2 próf búin, bara eitt eftir. Verst að það er stærðfræðigreining, ugh.
Hversu megasweet væri það ef greining væri bara hluti af skynfærum manns! Þá þyrfti maður ekki að sitja sveittur og láta sér megaleiðast yfir 2 fokkin dæmum, svarið væri bara hluti af því sem maður vissi án þess að megahugsa um það. Ég væri alveg til í að fórna td lyktarskyni fyrir greiningarskyn, ég meina hversu oft er það sem maður getur virkilega notað lyktarskynið? Það er ekki nógu skarpt til að það í raun nýtist manni á nokkurn hátt, til þess höfum við leitarhunda. Það sem er virkilega góð lykt af er yfirleitt fallegt líka: blóm, matur, stelpur... Ilmvötn og þess háttar eru eingöngu til þess að fela þá vondu lykt sem er af okkur. Ef allir væru með Greiningu í staðin fyrir Lyktarskyn þá þyrfti maður ekkert svoleiðis. Heimurinn væri mikklu betri!! ...og mér myndi ekki megaleiðast yfir þessum megaleiðinlegu megadæmum.
Allavega, á morgun á morgun verður seinasta prófið og ég verð megabúinn og megafeginn! Síðan um kvöldið er KRAFTWERK tónleikar!! Oohyeah!
"Only WHO can prevent forrest fires? You pressed "you" reffering to me. That is incorrect. The correct answer is "you""
Greining getur verið megaruglandi...

sunnudagur, maí 02, 2004

Ég stóðst ekki mátið, þetta er of fokking fyndið: Pacmanhattan
Þetta eru gaurar sem eru að spila pacman á götum New York borgar, þeir klæða sig í búninga og svo á gaurinn í gula (pacman) að hlaupa um. Það eru aðrir gaurar sem eru að spila pacman í tölvu og eru í símanum við gaurana á götunni og segja þeim hvert þeir eiga að fara og hvort pacman geti étið draugana.
Þetta er eins og risastór eltingaleikur. Algjör snilld!
"Gender neutral Pac-person!"
Þetta er einfaldlega of fyndið!