Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

föstudagur, maí 14, 2004

Það er nú aldeilis lang síðan ég bloggaði seinast...
Klósetvandamál mín hafa þróast í undarlegar áttir (hehe, þetta er hræðilega tvíræð setning). Pabbi hringdi í mig (og vakti mig) í dag til að láta mig vita að það væri pípari á leiðinni til að líta á lekann inní ruslageymslu. Þetta var það fyrsta sem ég heyrði af þessum leka (allavega sem ég man eftir) en ok, ég segist geta sýnt honum hvar ruslageymslan er. Hann kemur og ég fer meðann niður í ruslageymslu þar sem greinilega er einhver leki. Smá innskot, ruslageymslan er hinumeginn við vegginn sem er vinstra meginn inni á baði, við hliðina á veggnum sem flísarnar eru að detta af. Hann hringir í pabba og þeir fara að tala um hvernig stendur á þessu. Í þessu símtali kemur lykilorð sem ég er ekki allt of hrifinn af í þessu sambandi: skólp. Það er ss leki á skólpleiðslunni í veggnum, niður úr íbúðunum fyrir ofan. Æði. Æðislega æðislegt andskotans æði. Það sem er meira æði er að vaskurinn og skápurinn inni á baði eru á þessum vegg. Skápurinn þar sem ég geymi td tannburstann minn. Æði.
"UUGCH ... and the aftertaste..."
NAMMI!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home