Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

föstudagur, maí 07, 2004

Í augnablikinu er ég að hlusta á nýjasta Modest Mouse diskinn. Mæli með honum fyrir alla sem kunna gott að meta. Þeir svíkja mann sko ekki.
Fékk fyrstu einkunina mína í dag sem, undarlegt nokk, er úr Greiningunni (undarlegt þar sem það er styst síðan ég fór í það, en það var jafnframt það fámennasta, so...right). Ég náði og gott betur, fékk 6. Ég er hæstánægður með það, þar sem (eins og alkunnugt er) ég er ekkert ofurmenni með Greiningarskyn (eins og sumir apparently). Þá er bara að bíða eftir hinum einkunnunum, ætli þær komi ekki í kringum mánaðarmótin júní/júlí (srsly, þeir taka sko sinn sæta tíma í að fara yfir þetta, þessir kennarar).
Fór í stysta hjólatúr síðan ... hjólatúrar ... hófust ... áðan, ÓliJay kom hjólandi til mín (úr Einskinsmannslandi, Kópavoginum) og var móður og másandi eftir afrekið (það er jú afrek að sleppa lifandi yfir villilendurnar mill Kópavogar og Siðmenningarinnar). Svo var stefnan tekin niður í bæ, svona ca. Ég þurfti að fylla á loftið hjá mér og því byrjuðum við á að fara á Esso stöðina í Stóragerðinu (rétt hjá Kringlunni), og svo stakk ég upp á því að við færum bara þangað, ég ætlaði að kíkja á bókasafnið. Þar fannst bókin sem ég var að leitað ekki, svo við skruppum inn, ÓliJay þurfti að kíkja í BT (sem er einmitt sjúklega óspennandi búlla, eftir að þeir færðu sig). Svo ákvað ég að fyrst bókin var ekki til á bókasafninu að kíkja í M&M og kaupa hana bara. Það var bókin Dracula eftir Bram Stoker sem ég var að leitað, og ég fann hana í M&M (á skitinn 400 kall) og keypti líka Spirits of the Dead: Tales and Poems eftir Edgar Allan Poe (inniheldur ma goðsagnakendu klassíkina The Raven, allavega hefur maður heyrt of mikið vitnað í það ljóð til að vera ekki búinn að lesa það). Þetta verður draugalegt sumar hjá mér. Svo fengum við okkur að borða og eftir það hélt ég heim (sem tók mig kanski 5 mín) en ÓliJay þurfti að klæða sig í tin-brynjuna og hætta sér til baka út í Kópavog.
"I guess I'll have nooo trouble getting to sleep tonight"
Don't let the bed bugs bite, muhaahaaha!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home