Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

sunnudagur, maí 09, 2004

Fúsk 101

Mér leiðist fúsk. Ok, þú getur hætt að hlæja, en þetta er satt. Mér leiðist fúsk en fúska samt oft hlutina sjálfur (ha. ha. ha.) en það er yfirleitt hlutir eins og heimadæmi eða svör við ansalegum spurningum. Fúskið sem mér leiðist er fúsk í kringum hluti sem eiga að endast, eins og flísalagðir veggir eða gólfklæðning. Það er nebblega svo að inni á klósetti hjá mér eru flísarnar farnar að hrynja af veggnum og ég var að skoða þær og reyna að komast að niðurstöðu um hvernig stæði á því. Ég held að ég sé kominn með nokkuð sennilega skýringu á því, en hún er samt svo ótrúlega að ég trúi þessu varla sjálfur. Samt, hún meikar sens ef maður þekkir gaurinn sem gekk frá þessu (sem er gaurinn sem átti íbúðina á undan okkur).
Ok, smá forsaga um hann og íbúðina. Íbúðin sem við keyptum af honum er uppi á annari hæð, ég er í herbergi niðri í kjallara þar sem var leigjandi þegar við keyptum, hérna er aðgeingi að klósetti sem er trúlega hluti af sameigninni og svo fylgdi bílskúr sem var ekki notaður fyrir bíl þegar við komum. Gaurinn sem seldi var lyklasmiður (sjálfmenntaður, trúlega) og var búinn að smíða fullt af aukalyklum fyrir td þvottahúsið, öll herbergin í íbúðinni sem hægt var að læsa osfrv. Nema, þeir voru svo illa smíðaðir að þeir annaðhvort gegnu að öllum hurðunum í húsinu eða ekki einni einustu. Það var því ekki hægt að tala um þvottahúslykilinn, heldur þvottahús-geymslu-klósett-lykilinn. Það fyrsta sem við þurftum að laga eftir kallinn var inni í bílskúr. Þegar búið var að moka öllu draslinnu úr honum kom í ljós að frárennslið frá vaskinum þar lá ofan á gólfinu ofan í næsta niðurfall. Ekki mjög nýtilegt ef maður ætlaði að leggja bílnum þarna, þá myndi maður keyra yfir þetta rör. Síðan var planið fyrir framan bílskúrinn eitthvað skrýtið, það var steypt yfir malbikið sem var upphaflega, trúlega til að slétta það eða e'ð. Í staðinn fyrir að flota almennilega hafði kallinn fyllt upp í dýpstu holurnar með innanhús veggjaspasli, sem á ekki að nota úti og á ekki að nota á gólf, hvað þá gólf úti! Svipaða sögu var að segja um undirlagið undir gamala gólfdúknum í eldhúsinu, þar var allt fullt að veggjaspasli.
Allt þetta sem hann fúskaði svona vandlega, var ekki gert til að spara tíma eða pening, sumt hefur actually kostað meira að gera svona illa og tekil lengri tíma. Kallinn hafði bara ástríðu fyrir því að fúska hlutina vandlega.
Allavega, núna þegar ljóst er hverskonar vandlátur fúskari kallinn var, þá er auðveldara að trúa því sem ég komst að. Þar sem flísarnar eru farnar að hrynja af eru ákveðin skil í áferðinni á bakvið þær. Ég skoðaði þetta nánar og komst að því að þarna endar flísalímið og spaslið tekur við!! Hann hefur semsagt klárað flísalímið og þá bara gripið í gamla góða veggjaspaslið og notað það til að halda restinni af flísunum uppi! Gæti gengið nema vegna þess að rakinn inni á baðinu er farinn að mýkja spaslið og það er orðið mýkra heldur en skólakrít, og festan eftir því.
"English side ruined, must use French instructions! LE GRILLE, WHAT THE HELL IS THAT!?"
Sumir eru meiri fúskarar en aðrir...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home