Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

mánudagur, maí 03, 2004

Hoorj, 2 próf búin, bara eitt eftir. Verst að það er stærðfræðigreining, ugh.
Hversu megasweet væri það ef greining væri bara hluti af skynfærum manns! Þá þyrfti maður ekki að sitja sveittur og láta sér megaleiðast yfir 2 fokkin dæmum, svarið væri bara hluti af því sem maður vissi án þess að megahugsa um það. Ég væri alveg til í að fórna td lyktarskyni fyrir greiningarskyn, ég meina hversu oft er það sem maður getur virkilega notað lyktarskynið? Það er ekki nógu skarpt til að það í raun nýtist manni á nokkurn hátt, til þess höfum við leitarhunda. Það sem er virkilega góð lykt af er yfirleitt fallegt líka: blóm, matur, stelpur... Ilmvötn og þess háttar eru eingöngu til þess að fela þá vondu lykt sem er af okkur. Ef allir væru með Greiningu í staðin fyrir Lyktarskyn þá þyrfti maður ekkert svoleiðis. Heimurinn væri mikklu betri!! ...og mér myndi ekki megaleiðast yfir þessum megaleiðinlegu megadæmum.
Allavega, á morgun á morgun verður seinasta prófið og ég verð megabúinn og megafeginn! Síðan um kvöldið er KRAFTWERK tónleikar!! Oohyeah!
"Only WHO can prevent forrest fires? You pressed "you" reffering to me. That is incorrect. The correct answer is "you""
Greining getur verið megaruglandi...

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home