Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

fimmtudagur, maí 06, 2004

Die Mench Machine KRAFTWERK

...en meira um það seinna
Því jú, skv krónólógískri röð kláraði ég nebblega seinasta prófið mitt áður en ég fór á tónleikana í gær. Stórt, feitt HAH! á all þá sem eru enn í prófum.
Þetta var Stærðfræðigreining (fagið sem ég væri til í að fórna lyktarskyni til í að vera góður í) og það gekk ... furðu vel actually. Well, vel miðað við hvernig ég bjóst við mér myndi ganga. Það hefði líka ekki getað gengið verr, nema ef kennarinn hefði í raun ákveðið að sleppa því að prófa mig og í staðinn gengið til verks við að nauðga mér. Sem betur fer fór það ekki svo og ég slapp með skrekkinn. Sé framm á að ná þessu hreinlega, sem er gott.
En tónleikarnir mar, shit. Þeir voru geggjaðir! Ég hef aldrei séð þá á tónleikum áður, í raun aðeins einusinni á sviði áður (á MTV hátíð í sjónvarpinu einhvertíman) og bjóst við svipuðaðri sviðsuppsetningu og þá. Það var hálfsatt, þeir voru á sínum stað fyrir framan ferðatölvurnar á einlappa borðum með hljómborð sem maður sá ekki beint (fuckit, það er mynd af þessu í mogganum). Það sem var megamagnað voru þessir þrír fokking skjávarpar sem vörpuðu hlið við hlið á risatjald fyrir aftan gaurana og komu út sem einn risa-widescreen skjár. Þar voru myndbönd í gangi allan tíman sem voru í fullkomnum sync við tónlistina og megageggjuð í allastaði. Eftir gommu af lögum var einskonar stutt hlé þar sem tjöldin voru dregin fyrir og maður var hálf vonsvikinn því maður gat allt eins haldið að gamanið væri búið. En vitir menn, eftir smá tíma drógust tjöldin frá og þá stóðu megasweet Róbó-Gínurnar í staðin fyrir gaurana og lagið The-Robots (að sjálfsögðu) hófst. Þessar Róbó-Gínur hreyfðu sig miklu meira en gaurarnir, sem var frekar fyndið. Svo var aftur mini-hlé á meðan Róbó-Gínurnar voru fjarlægðar og gaurarnir mættu aftur á sviðið í Grænu-Ofurgöllunum sínum (sem þeir voru í á MTV hátíðinni sem ég sá). Þá var kvöldið fullkomnað með lögum eins og Aero-Dynamik og Boing-Boom-Tschak. Persónulega var ég að bíða eftir Aero-Dynamik og var mjööög sáttur þegar það kom. Fyrir tónleikana keypti ég mér bol, rauðan og á honum stendur The Man Machine*7 og www.kraftwerk.com, en eftir að þeir tóku The-Robots hálf sá ég eftir því að hafa ekki keypt mér bol með einum af Gínu-Róbótunum sem voru í myndbandinu við það lag.
Allt í allt hin magnaðasta upplifun í alla staði, ég hef aldrei verið jafn ánægður með að hafa eytt 4.500kalli áður.
Í dag svo, haha, jáá, í dag naut ég þess að þurfa ekki að vakna fyrir neinn andskotann og svaf þangað til mér sýndist og ég var of svangur til að liggja uppí rúmi áfram (ss til ca 14). Á morgun? Á morgun ætla ég að gera nákvæmlega það sama, EKKERT!
"You'll have to speak up, I'm wearing a towel"
Þarf ekki einusinni að klæða mig ... all day long. Úje.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home