Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

föstudagur, apríl 16, 2004

mmmm...sykurpúðar

Sykurpúðar eru góðir. Hverjum hefði dottið í hug að svona einföld uppskrift væri svona mikil snilld, ég meina sykur og loft, a winning combination! Ef maður hefur ekki aðgang að varðeldi eða arineldi, þá er um að gera að nota bara kerti. *CHOMP*
Mig hefur alltaf langað að tala um pólitík. Það virðist reyndar vera að í hvert skipti sem einhver segir eitthvað um pólitík á netinnu þá dragi það rumpulýðinn að. Þeas gaurana sem þurfa bara að opna á sér kjaftinn til að hafa rétt fyrir sér. Þar sem ég hef einmitt rétt fyrir mér, eins og alltaf, þá víst best að fara varlega í það að tala um ptík (hún bítur, eh...eh...heh...). Þær skoðanir sem ég hef á ptíkinni eru mjög litaðar af því algjöra vantrausti sem ég hef á manneskjunn sem skepnu. Á öllum sviðum. Það sem við eigum auðveldast með er að fokka hlutunum algjörlega. Þetta á líka við um ptíkusa, þeir eru bara betri í því að hylja það, sópa mistökunum undir teppið eða sannfæra okkur hin um að þetta hafi í raun farið eins og það átti að fara (move along, nothing to see here). Ég get einfaldlega ekki treyst fólki til að vera heiðarlegt og góðhjartað. Ekki misskilja mig, ég get vel treyst einstaklingum til að vera heiðarlegum og góðhjörtuðum, en ekki fólknu öllu. Það er eitthvað sem gerist þegar fólk hættir að vera einstaklingar, eins og þegar það skynjar að ein regla eigi við um alla jafnt. Þeas þegar það er ekki verið að tala til þín sem einstaklings, heldur sem hluta af stærri heild. Við þekkjum þetta öll, þegar vinur manns segir við mann "Ekki hafa hátt, þú vekur litlu systur mína" þá fer maður eftir því. En þegar löggan segir við okkur öll "Ekki keyra of hratt, þig getið drepið litlu systur vina ykkar" þá er maður ekkert að hafa fyrir því að hlusta. Svo er líka hitt, þegar reglur eru settar þannig að gert er ráð fyrir því að fólk sé heiðarlegt og vilji í raun ekkert brjóta þær, þá er það uppskrift til andskotans.
Og nú að pólitíkinni, hehe. Þetta var bara smá forsaga til að sigta besservissana úr (virkaði það??). Það hefur verið mikið í umræðunni þetta útlendinga frumvarp sem liggur fyrir (I'm just a Bill on Capitol Hill). Mér finnst þetta alveg réttlætanlegt (audience: *GASP*). Ég vorkenni ekkert honum Jóni sem ekki getur komið með konu sína og ófætt barn til landsins eins auðveldlega og áður (hjartlaus? Sure, whatever). Það er ekki verið að breyta þessum lögum til að gera honum erfitt fyrir, það er bara óheppileg afleiðing (...colateral damage, I guess). Það er verið að stinga upp á þessu vegna þess að það er verið að misnota þær aðstæður sem gömlu lögin bjóða upp á. Sko, þetta er það sem gerist þegar fólki er treyst, þá koma þeir sem eru óheiðarlegir og misnota það traust. Þá þarf að breyta og laga, til að koma í veg fyrir frekari misnotkun. Hver misnotkunin er nákvæmlega skiptir ekki máli. Ekki misskilja mig, ég er ekki algjörlega sammála þessum breytingum (mundu, ég vantreysti ptíkusum alveg jafn mikið og venjulegu fólki). Til dæmis þetta með erfðaefnið án dómsúrskurðar og annað sem er augljóslega vanskapað. Ef þú hefur eitthvað á móti þessu frumvarpi þá endilega, skrifaðu undir.
"It wasn't right the first time you said it, why the HELL would it be right the next ten times! GAH!!"
Ég hef rétt fyrir mér.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home