Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

sunnudagur, apríl 04, 2004

Helgin bara búin og alvaran framundan. Var upptekinn alla dagana. Hlakka til að komast í páskafrí. Ég ætla að taka mér heilan dag í að gera ekki neitt. Verst að maður þarf að læra. Mjög mikið.
Fór í vísó í EJS þar sem var tekið vel á móti okkur, hress gaur, nóg af bjór og pizza. Gerði mitt besta til að verða ekki allt of fullur og það tókst...þarumbil. Tók svo þessa líku mögnuðu kungfu mynd, Shaolin Invincible sticks. Ég get nokkuð örugglega sagt, þar sem ég hef ekki séð mjög margar kungfu myndir, að þetta er lélegasta kungfu mynd sem ég hef séð. Hún var uþb tvö svöl atriði innpökkuð í heilan helling af saur.
Í gær var ársfundur Stiguls, ókeypis bjór og gaman. Mér tókst meiraðsegjað koma mér í valdastöðu innan nýrrar stjórnar (ég er basically gaurinn sem hitar kaffibollana svo kaffið kólni ekki of hratt). Auglýsingastjóri heitir staðan víst, henni fylgir mikil ábyrgð til skrautskriftar skilst mér. Eftir tvo kúta af bjór var vappað af stað og við fórum á prikið. Loksins þegar þeir hættu að spila trucker-caps tónlist og góðu lögin voru að byrja þá tilkynnti Gísli fráfallandi forseti að stefnan væri tekin á partí í Grettisgötu 70 (aka Dúfnahólar 10). Sure enough þá varð ekkert úr því og kvöldið endaði á ráfi milli of langra biðraða og svo leigubíll heim (eftir skyldustopp á nonna að sjálfsögðu).
Í dag var svo yngsta dóttir systur minnar skírð og heitir nú Kolfinna. Það var japanskur prestur sem skírði (allir tískuprestarnir voru uppteknir í fermingum) og eiginlega heitir sú litla Korfinnu, ef maður fer eftir því sem hann sagði (svipað og Alucard verður Arucard fyrir ykkur sem hafið horft á Hellsing þættina). Magnað hvernig sú litla Kolfinna var alveg með það á hreinu hvenær hún átti að byrjað grenja. Hún var voða sæt og fín með slaufu í hárinu þegar fyrsti sálmurinn var sunginn, svo akkúrat þegar athöfnin var hálfnuð þá kom gráturinn eins og kallaður. Ekki hægt að láta það fréttast að maður þegji í sinni eigin skírn.
Ugh, ég er næstum því ekki þunnur eftir gærdaginn.
"Hawoaah hey, did you bring enough breasts for the rest of the class, aaahahahaaaa *CRASH*"
Ég var ekkert fullur, hver laug því að þér??

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home