Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Kill Bill vol 2 var geggjuð, allir að sjáana. Helst að horfa á Kill Bill vol 1 fyrst, það er miklu betra (örugglega). Allur pakkinn tók reyndar frekar langan tíma, frá átta til hálf eitt (reyndar uþb 10mín hlé). Ég ætla ekki að spilla myndinn mikið meira en titillinn gerir, en augun í mér munu aldrei verða söm á ný. Svo er hann Tarantino kallinn jafnvel að hugsa um að gera aðra mynd um litlu dóttur fyrstu gellunnar sem Brúðurin myrti, muniði? Væri frekar svalt, enda er þetta stórskemmtilegur heimur sem er skapaður í þessum myndum.
Svo hafa náttúrulega allir séð þetta, það var á batman. Þá er löggan víst komin með splúnkunýjan veldissprota, þeim hlýtur að líða eins og algjörum drottningum. Gaman að nú fara þeir að handtaka menn fyrir að keyra frá Mjódd útí Smáralindina á 100km hraða (sem er einmitt venjulegur og vel öruggur umferðarhraði). Ég er viss um að það er miklu meiri hætta af því að keyra þar á 70 þar sem allir aðrir keyra á 100 og munu alltaf gera það.
"...tomorrow is today, and today is yesterday ... you heard me"
That's right.

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home