Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Ayh, ég er nokkuð viss um að þetta sé gaurinn sem skírði minnstu frænku mína, hana Kolfinnu: Toshiki Toma. Hey, fann þetta líka: Þjóðkirkjuprestur innflytjenda á Tunga.is. Idunno, hef aldrei heyrt um þessa síðu, en hann er með nokkur innskot þarna. Hann var maður vikunnar á Sellan.is (jeez, internetið er orðið stórt, hef aldrei heyrt um þessa síðu heldur :-/ ) og átti víst frumkvæðið að undirskriftasöfnuninni sem ég minntist á um daginn. Svo á hann líka ljóð á Ljóð.is. Magnað, hehe, það var bara celeb að skíra frænku mína. Ég talaði víst af mér þegar ég sagði (eða gaf í skyn) að hann væri ekki tískuprestur.
Síðan las ég þessar athugasemdir sem Fjölmenningarráð og félag kvenna af erlendum uppruna (langt nafn, I <3 copy + paste) gerðu við lagabreytingartillöguna (þessa sem ég sagði réttlætanlega, manstu) og komst að því að mitt nafn á fullt erindi á þessum lista, þessar ábendingar eiga vel við það sem mér finst að frumvarpinu (og þær ábendingar sem ég er ekki sammála get ég samt sæst á að þær fljóti með). Sko, stórmennið Gummi viðurkennir að hann hefur rétt fyrir sér.
"Hey, just because I don't care doesn't mean I don't understand!"
Núna, you ask? Ég er á leiðinni á ofurforsýningu á Kill BIll vol.2!

0 Comments:

Skrifa ummæli

<< Home