Internetið var leiðinlegt án mín

Guðetc bloggar.

sunnudagur, mars 04, 2007

Allt er gott í hófi

Það á líka við um hlé. Nú eru næstum komin 2 ár síðan ég bloggaði hérna síðast, sem er ágætt. Ég var að spá hvort ég ætti að búa til svona mbl.is blogg, en þau eru bara fyrir otumpotara í pólitík, svo ég held ég sleppi því...
Þegar ég byrjaði á þessari síðu lagði ég heilmikið í hana, miklu meira en ég myndi nenna að leggja í aðra bloggsíðu og því er um að gera að endurvekja þessa (við mikinn fögnuð).

Ég er búinn að verað horfa á The Office þættina, bandarísku útgáfuna. Þeir eru algjör snilld, ég er að fíla þá í botn. Ég hef aldrei horft á bresku þættina, en eftir að hafa tekið heila helgi í að horfa á alla bandarísku þættina sem komnir eru tók ég mig til og fann þá bresku líka. Ég er ekki nærri eins hrifinn af þeim, einfaldlega vegna þess að ég skil ekki enskuna í þeim. Ég veit að það gæti komið fólki á óvart, en ég meinaða, þeir tala bara allt of hratt. Kanski ef það væri texti, íslenskur eða enskur, whatevz, bara eitthvað til að koma manni í gegnum þessa þvögu af orðum sem maður á að hlæja að. Ég gerði heiðarlega tilraun og ákvað að hlæja bara í hvert skipti sem David horfir skringilega í myndavélina... en það varð þreytt frekar snemma.
Ég veit að ég er alveg 6 árum of seinn í partýið, en 3. sería af bandarísku þáttunum er í loftinu núna - akkúrat þegar ég er að fíla þá sem mest. Hvað gerist þá? Mánaða hlé á þeirri seríu að sjálfsögðu... Næsti þáttur er 12 apríl, sem er 6 árum of langt frá deginum í dag, svo þetta jafnast ágætlega út.
"I love inside jokes. I'd like to be a part of one some day."
I'll keep you informed.

mánudagur, mars 21, 2005

I'll stick that everyone enjoys you.

Snilld, með þessu apparati er hægt að skemmta sér (tekur smá tíma að lóda) :


Google talk
a
Google Hack
by
Douwe Osinga

Maður slær inn nokkur orð og svo klárar google setningarnar fyrir mann.
Hérna er önnur síða sem virkar svipað, skilar bulli sem getur verið mjög fyndið.


My brain decides to the flesh of pants.

mánudagur, febrúar 28, 2005

LAME

Ég er ekkert búinn að blogga á nýja árinu.

...

Það kemur í ljós að það tekur meira en tvo mánuði af nýju ári til þess að eitthvað merkilegt gerist í mínu lífi.

Jú - ok, föstudagurinn var skemmtilegur. Það var vísó í Orkuveituna, í aðalbyggingu þeirra sem lítur einmitt út eins og skip (sumir segja jafnvel geimskip). Síðan var farið í bæinn (eftir ædol á Blásteini) og segja má að kvöldið hafi einkennst af nýjum upplifunum. Ég fór á Vegamót og Thorvaldssen í fyrsta skipti (lame stemming og 40+ kvöld, respectively) en það er trúlega ekki það merkilegasta. Eins grænur og ég er nú fyrir prófaði ég eitthvað enn grænna. Við hittum á gaur í efnafræði sem bauð okkur að þiggja úr einnka barnum sínum. Þegar þangað var komið dró snillingurinn upp Absinthe (eða 'Grænu Gyðjuna') og hellti í glös, komplett með sykri og vatni og alles. Ýmislegt hefur verið sagt um þann drykk (hægt að lesa um það td hér) en ég verð að segja að lítið af því gerðist þarna. Ég sá engar grænar geirvörtur á veggjunum og ég skar ekki af mér eyrað og það voru engin fóstur í krukkum, en ég get hinsvegar sagt að bragðið var miður gott.
Restin af kvöldinu er í grænni móðu (ef svo má að orði komast), meðal annars horfði ég yfir tjörnina og Þingholtin af húsþaki Rússneska sendiráðsins (eða því sem næst), bjargaði konu með brandara og borðaði besta hlöllabát sem ég hef fengið.
Nokkuð vel heppnað kvöld bara. Ég er miklu svalari fyrir vikið.
"I am the AWESOM-O 4000."
I am awesome.

laugardagur, nóvember 27, 2004

Ég er ekki að læra

Ég á að vera að gera ritgerð en í staðin er ég á netinu, gerandi eitthvað sem ég hef ekki gert síðan í júlí (apparently).
Ég hef samt komist að því hversu evil hugtakið ritgerð (essay) er, hérna er það sem 20Q.net heldur um ritgerð:

Does it display information? I say Doubtful.
Is it commonly used? I say No.
Is it bad for your health? I say Yes.
Does it eat seeds? I say Probably.
Does it conduct electric current? I say Yes.

Best að drífa í því að klára þessa fræ étandi rafmagnsleiðslu sem ég kalla ritgerð...

"You can use facts to proove anything that's even remotely true"
Staðreynd staðreyndanna.

miðvikudagur, júlí 28, 2004

Hversvegna erða kallað handboltarokk? Gaurinn á X-inu (er fleiri en einn?) sagði að næsta lag væri tileinkað landsliðinu í handbolta. Ég hef engann botn fengið í þetta, kanski af því að ég hef ekkert gaman af handbolta.
Annars er hausinn á mér tómur, aldrei þessu vant. Því miður komst ég ekki á Reuniounoninið með bekknum, frétti að það hefði verið ágætis stuð (á endanum). Þegar Hannes sendi mér sms voru víst bara 6 manns mættir. Það rættist víst sem betur fer úr því, þá eru meiri líkur á að þetta verði endurtekið og þá er planið að mæta. Svo er spurning að hafa póker-reunion, kanski prófa Texas-hold'em sem er víst mjög skemmtilegt afbrigði (til að komast að því hvernig hann er verða menn barað mæta ... hunsaðu það að þú ert á internetinu, uppsprettu allrar þekkingar).
DURKDEEDURR!!
...tómur haus.

fimmtudagur, júlí 15, 2004

Djöfull er þetta magnað. Bandaríska ríkisstjórnin að gera tilraunir með ofskynjunarlyf á sjötta áratugnum (1950s). Listamaður fær tvo skamta af LSD og kassa með allskonar litum og listamannadóti. Útkoman er, eins og við má búast, frekar súr en margar af þessum myndum eru nokkuð flottar (sérstaklega mynd 6).
Útborgað í dag!! *hróp og köll fylgja* Já, svona er það að vinna hjá Samskip, þá er útborgað um miðjan mánuðinn. Fínt svossem, þá á maður pening þegar allir eru skítblankir. Mér líður eins og okurlánara (af því ég er það).
Á morgun erða svo Spend-o-rama þar sem ég ætla að kaupa mér allan andskotann.
"I was peeling eggs and i came across a half formd ckn. It had a fuckn eye!"
The internet makes you stupid.

föstudagur, júlí 09, 2004

Holleee crap, þetta shit wirkar ennþá.
Ég er búinn að verað vinna og ekki mikið að segja af því. Það að vakna svona snemma dregur úr manni allan styrk til að gera nokkurn skapaðann hlut, þmt blogga. Heh, en í dag komst það til tals að ég væri í Stærðfræðinni uppí háskóla. Yfirmaður yfirmanns míns ... eða öllu heldur yfirmaður yfirmanns yfirmanns míns ... nei annars, það er Guð ... svona er að vinna hjá svona stóru fyrirtæki. Allavega, hann var að tala um að systir sín, sem er 19, ætti í erfileikum með stærðfræði og hvort hún gæti fengið aukakenslu hjá mér. Hehe, jújú ég væri alveg til í það, bara pæling hvernig kennari ég væri, eins klikkaður og ég nú er.
Djöfull er orðið stutt í haustið. Sem betur fer hef ég Londonferðina til að hlakka til, djöfull verður það gaman.
Chappelle's show er snilld! Allir að ná í fyrstu seríuna *hóstrobotolabshóst*
No, often times men masturbate to womens personalities