LAME
Ég er ekkert búinn að blogga á nýja árinu.
...
Það kemur í ljós að það tekur meira en tvo mánuði af nýju ári til þess að eitthvað merkilegt gerist í mínu lífi.
Jú - ok, föstudagurinn var skemmtilegur. Það var vísó í Orkuveituna, í aðalbyggingu þeirra sem lítur einmitt út eins og skip (sumir segja jafnvel geimskip). Síðan var farið í bæinn (eftir ædol á Blásteini) og segja má að kvöldið hafi einkennst af nýjum upplifunum. Ég fór á Vegamót og Thorvaldssen í fyrsta skipti (lame stemming og 40+ kvöld, respectively) en það er trúlega ekki það merkilegasta. Eins grænur og ég er nú fyrir prófaði ég eitthvað enn grænna. Við hittum á gaur í efnafræði sem bauð okkur að þiggja úr einnka barnum sínum. Þegar þangað var komið dró snillingurinn upp Absinthe (eða 'Grænu Gyðjuna') og hellti í glös, komplett með sykri og vatni og alles. Ýmislegt hefur verið sagt um þann drykk (hægt að lesa um það td hér) en ég verð að segja að lítið af því gerðist þarna. Ég sá engar grænar geirvörtur á veggjunum og ég skar ekki af mér eyrað og það voru engin fóstur í krukkum, en ég get hinsvegar sagt að bragðið var miður gott.
Restin af kvöldinu er í grænni móðu (ef svo má að orði komast), meðal annars horfði ég yfir tjörnina og Þingholtin af húsþaki Rússneska sendiráðsins (eða því sem næst), bjargaði konu með brandara og borðaði besta hlöllabát sem ég hef fengið.
Nokkuð vel heppnað kvöld bara. Ég er miklu svalari fyrir vikið.
"I am the AWESOM-O 4000."
I am awesome.